Hahaha. Þetta kom mér verulega á óvart þegar ég sá hver er bloggstjarna Íslands sem heitir Þrándur. Þrándur þekki ég hann mætavel. Enda erum við gamlir félagar úr Breiðholtsskóla en Þrándur var í sama bekk og Sveppi úr strákunum. Hann hefur leikstýrt nokkrum stuttmyndum. En hann var með mér líka í leiklist í Breiðholtsskóla enda erum við gamlir kunningjar. Við hittumst síðast þegar við vorum að keppa í fyndnasti maður Íslands fyrir svona 4 árum. En já gaman fyrir mig að vita af þessu.

En þá er komið að kvörtun til stjórnenda.
Ég bað ykkur sem stjórna forsíðunni um að eyða korki margoft enda sá eftir þessu að kalla sjálfan mig blogking þar en þið eydduð vitlausum korki í staðinn þar sem ég var búinn að hreinskrifa korkinn uppá nýtt sem ég gerði í morgun. Er aldrei hægt að byðja ykkur stjórnendur að gera neitt rétt hérna nú til dags? Þarf ég endalaust að skamma ykkur alltaf?
Já ég veit ykkur er vel skemmt núna. Þið bæði hlægið og rægið mig til skiptis þar.

En mér líður stundum einsog stóra bróður ykkar sem þarf alltaf að skamma littlu bræðurnar. Reyndar er það ekki svoleiðis í mínu lífi enda er það einmitt öfugt. En yngri bróðir minn skammar mig oftast. En viljiði gjöra svo að henda korkinum þar sem ég kallaði mig blogking í morgun takk.