G-lykillinn er fremst í nótnastreng laga sem eru spiluð í einstrikaðri eða tvístrikaðri áttund. Tónunum/Nótunum er skipt í áttundir í rauninni miðað við píanó. Nótnaborðið skiptist í miðju og upp (í átt að hærri tónunum) kemur einstrikuð áttund og tvístrikuð áttund en niður kemur litla áttund og stóra áttund. Litla og stóra áttund eru hinsvegar skrifaðar í F-lykli.
Ég held ég sé að segja satt þegar ég segi að bara píanó spili bæði G og F lykil, önnur hljóðfæri geta bara spilað annað hvort og þá er G-lykillinn algengari.
Skipting tónanna í áttundir er til þess að maður geti gert sér grein fyrir því hvernig tóninn hljómar þegar maður sér nóturnar og til maður geti staðsett hann betur ef maður heyrir hann/heyrir hann nafngreindann.
Einn nótnastrengur hefur u.þ.b. í mesta lagi pláss fyrir tvær áttundir og þessvegna er þeim skipt á tvo nótnastrengi, hærri og lægri, og til að greina þá í sundur bera þeir sitthvort nafnið. Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að nafnið sé dregið af útliti þeirra en G-lykillinn hringast utanum g strenginn og F-lykillinn utanum f strenginn.
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]