jú, ætli ég verði ekki bara að svara líka…
huh, hvar á ég að byrja… það sem ég ætla segja hér er algjörlega mitt álit, jafnvel þótt þér finnist ég aðeins vera að svara til að bögga þig á móti þá verður bara að hafa það þar sem álit þitt er mjög þröngsýnt og afturhaldssamt.
Eins og flest fólk veit hefur alltaf verið til sú kynslóð af fólki sem eldist frá tónlistaráhuganum sem það hafði þegar það var yngri og á meðan tónlistarbransinn eins og hann leggur sig ákveður að halda áfram að þróast, frá hinum og þessum stefnum í nafni fjölbreytninar þá fer það mjög í þessa kynslóð sem telur að sín uppeldis tónlist sé fullkomnun tónlistar, þetta er að sjálfsögðu mjög sjálfsagður hlutur og hver maður sem virkilega kann að hugsa utan kassans ætti að fatta hvað ég á við, þetta væri hins vegar ekkert frásögu færandi nema að nú… eða eiginlega síðustu circa 4 árin hefur komið fram alveg nýtt form af kynslóð, afturhalds sami unglingurinn sem telur að það sé bara ein fullkomnun í tónlist og það sé rokk í allri sinni mynd frá árunum 1960-1980, og að allt eftir það sé meira en minna bara stælingar og lágkúra. Með þessarri kynslóð fylgir mikið hatur á allt sem er ekki rokk tónlist með sterkum fyrirmyndum og þekkjanlegum andlitum, eða bara ef það er ekki það sem pabbi hlustaði á.
Ég ætla ekki að alhæfa á alla unglinga í dag með þessu þar sem þettu eru [að mínu mati] bara ákveðinn hópur af mygluðum eplum. Einnig ætla ég ekki að fara útí það að gagnrýna þessa umræddu tónlist þar sem meðal annars er ég mikill aðdáandi hennar.
En rétt skal vera rétt þegar ritað er hvað er tónlist og hvað sé ekki tónlist, fyrst og fremst ber að gæta þess að allt sem þessu tengist og í raun listum almennt, og í enn víðara samhengi eiginlega allt sem mannkynið gerir er álitsmál hvers og eins og ætti ef mannkynið vill halda í einhverja siðmenningu að vera komið fram við sem slíkt.
Tónlist er allt sem þú vilt að hún sé, hvort sem þú sért að tala um grýnstandi beitta þögnina í tónverkinu ‘4.33’ eftir John Cage eða flugbeitt píkandi þungarokk frá Forgarði Helvítis. Tónlist getur gert svo mikið fyrir fólk ef það bara vill og er tilbúið að opna sig fyrir henni, í öllum formum sem hún kemur.