Fyrir u.þ.b. 2 árum þá keypti ég tölvu hjá Tölvulistanum. Svo núna á þessum tveimur árum þá hefur hún farið 3. sinninum í viðgerð hjá þeim vegna þess að hún var alltaf að fá Bluescreen.
Í eitt skipti þurfti ég að borga 8000 kall fyrir viðgerð því ábyrgðin er ekki fyrir hugbúnað, og þeir sögðu að það væri eitthvað að hugbúnaðinum hjá mér.
Núna seinasta ár eða eitthvað hef ég formattað tvisvar sinnum, en samt er ég að fá Bluescreen annan hvern dag, stundum oft á dag, og eftir það þegar ég ætla að kveikja á tölvunni þá kemst hún ekki inní Windows og ég þarf að bíða í smá stund. Þannig að þetta var alls ekki hugbúnaðurinn sem var eitthvað bilaður og ég var að borga 8000 kall fyrir (fyrir ekki neitt), því ég formattaði í gær og fékk bluescreen í dag.
Vá hvað ég er pirraður !