Sirkus á föstudaginn:
Blogg er tjáningarmáti ungs fólks í dag. Kannanir sýna að tæp 60% Íslendinga á aldrinum 12 til 25 ára blogga einu sinni eða oftar í mánuði. Í sama hópi eru þeir fleiri sem blogga í hverri viku en þeir sem blogga aldrei. Bloggæðið hefur gengið svo langt að sálfræðingar eru farnir að velta því fyrir sér hvort útrásin sem fólk fær við það að blogga sé andlega bætandi.
Sirkus gekk einu skrefi lengra og hóf leit að vídeóbloggstjörnu Íslands. Vídeóblogg gengur út á það að fólk tekur upp vídeódagbók í stað þess að blogga á hefðbundinn hátt á Netinu. Sirkus fór af stað með auglýsingaherferð þar sem leitað var að einstaklingi, pari eða hópi til þess að verða fyrsta vídeóbloggstjarna Íslands. Yfir 200 umsóknir bárust og verður á næstu dögum valið úr þeim og fyrsta vídeóbloggstjarna Íslands síðan kynnt til leiks næsta föstudag.
Vídeóbloggstjarna Íslands mun vídeóblogga á hverjum degi í einn mánuð. Vídeóbloggin munu birtast á minnsirkus.is, á svæði vídeóbloggstjörnunnar, en einnig á Sirkus TV og Sirkus PoppTV. Bloggið verður sýnt þrisvar sinnum á kvöldi á Sirkus TV en sex sinnum yfir daginn á Sirkus PoppTV.
Þar sem ég er blogking hér á huga.is þá fannst mér bara sjálfsagt að minna ykkyur á þennan þátt sem hefst í kvöld kl 19:55
Ég tek fram að ég tók aldrei þátt í þessari vitleysu. Enda sýni ég aldrei mínun vinum né neinum úr minni fjölskyldu hvað ég er að blogga um. Enda finnst mér blogg stundum vera of nærgengilegt og persónulegt. Ég meina ég er ekki tilbúinn til að opna ískápinn minn fyrir almenning ef ég má orða það þannig hehehe.
Reyndar er ég sjálfur að plana að gera grín-tónlistarþátt á sirkússtöðinni sem verður ekki fyrr en einhverntíma í maí ef framtíðin mín lofar. Minn tími mun koma síðar!!!!
En mig langar samt að spurja varðandi um þennan þátt. Er einhver úr huga.is sem skráði sig í þessa videobloggþætti og fékk svo að vera með í þessum þætti?
Er einhver úr huga orðinn videobloggstjarna á Sirkús?
Og er nokkuð möguleiki á að hugi.is fari að taka uppá því sama og leyfi sínum gestum að gerast videobloggstjarna í framtíðinni?
Er hægt að bæta við dálk á blogginu hér á huga.is fyrir videobloggstjörnurnar?