Jæja, einn góðan veðurdag var ég að hlaða inn music á iPodinn minn góða, 30gb Video iPod. Ég setti inn musikina en svo þegar ég unpluggaði iPodinn þá var allt farið útaf, music, bíómyndir, allt.
Ég prófaði iPod updater en það var vandamál að opna hann en að lokum tókst það og ég gerði “Restore”. Áður gat ég ekki connectað iPodinn í iTunes en eftir að ég restoraði þá gat ég það.
Ég varð glaður því lögin fóru að hlaðast inn. En svo allt í einu stóð iPod update is complete. Ég bara, what? því ég var ekki búinn að klára, var á einhverjum bókstaf. Svo frosnaði iPodinn, á “Do not disconnect” merkinu. Ég prófa þá að restarta(menu + miðju takki) en svo þegar iPodinn restartast þá hurfu öll lögin, aftur.
Þetta gerðist fimmtudaginn 30. mars, fyrir viku og vandamálið er enn óleyst. Á ég að fara með iPodinn í Apple búðina, verkstæðið þar eða er einhver lausn á þessu. Ég er að fara út á miðvikudaginn og væri þá fínt að hafa iPodinn með í ferðinni.
Vondandi veit einhver lausn á þessu vandamáli.