Handtekinn fyrir að stíga á skóreimar
Safngestur, sem braut þrjá kínverska vasa Quing-ættarinnar frá 17. öld á Fitzwilliam-safninu í Cambridge í janúar síðastliðnum, hefur verið handsamaður af lögreglu. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, segist hafa fyrir klaufaskap stigið á skóreimar sínar og hrasað á þessa óbætanlegu postulínsvasa. Hans bíður nú ákæra fyrir að hafa valdið skemmdum með gáleysi sínu.
Vasarnir þrír brotnuðu í yfir 400 mola sem sérfræðingur í viðhaldi á leirmunum vinnur nú baki brotnu við að líma saman. Vonir standa til að einn vasanna komist í sýningarhæft ástand í júní næstkomandi.
Haha!
Nr.2 Hvað varð um “Gráa svæðið”