Andskotinn sjálfur!
Nú þegar ég kom heim sögðu mamma og pabbi mér að ég þyrfti að eyða LimeWire ekki útaf vírusum.. nei ekki útaf plássi á tölvunni heldur útaf eitthverju helvítis ÁTAKI!! sem eitthver 10 lönd eru í og aumingja Ísland þurfti að vera með.
Hljómsveitir heimtuðu þetta eða eitthvað svoleiðis en mér finnst að þær ættu að vera bara ánægðar!
Ég hef kynnst helmingnum af allri tónlist sem ég hlusta á, á LimeWire. Ég ætti svona 10 diska ef LimeWire væri ekki til. Maður kynnir sér hljómsveitir með 2-3 lögum fyrst sem maður downloadar og svo kaupir maður diskana!
Ég kynntist Megadeth á LimeWire og á núna 5 diska með þeim. Ég kynntist Testament á LimeWire og á 3 diska með þeim. Ég kynntist Children Of Bodom á LimeWire fyrir minna en mánuði og ég er búinn að kaupa mér disk með þeim. Bara svona sem dæmi.
Nú þarf ég að borga allavega 1000 kall til að kynnast hljómsveit og ef hún er eitthvað crap.. þá eyddi ég 1000 kalli (oftast meira) í næstum því ekkert! Og ef ég held áfram með LimeWire þá verða mamma og pabbi hrædd því löggan er byrjuð að leita af fólki og þegar það finnur LimeWire þá taka þeir tölvuna manns!
Pazzini