Ég er ekki mikið fyrir að nöldra en ég verða að nöldra yfir þessu.
Ég ætlaði að taka strætó og veit að hann fer 10 mín yfir en er oft 3 seinni. Ég mæti samt 8 mín yfir til öryggis. Ég lagði af stað og einmitt er ég nálgast strætóskýlið, þýtur strætó framhjá á undan áætlun. Ég missi náttúrlega af strætónum og ég þarf að mæta í tíma um hálfleitið. Jæja ég vona að næsti strætó mæti á undan áætlun, það tekur 10 mín að ferðast með honum til skólans svo ef þessi mundi mæta 5 mín fyrr þá myndi ég bara mæta 5 ofseint. En nei hinn strætóinn kom náttúrlega 3 mín of seinn eins og venjan er. Og þegar ég mæti er ég búinn að missa af 15 mín. af tímanum.
Jæja takk fyrir mig.