Ég man eitt sinn þegar ég var 8-9 ára gamall þegar mig dreymdi martröð.
Hún var skelfileg, þótt ég man ekki hvernig hún var.
Ég vakna út frá henni, alveg skíthræddur og fer inn til mömmu sem er í næsta herbergi.
Ég ýti við henni og segi “Mamma. Mig dreymdi martröð. :(”. Hún vaknar ekki alveg strax sem er ósköp eðlilegt svo ég ýti við henni.
Ég ýti. Hún rúllar. Lendir á hliðinni/bakinu svo ég sé andlitið hennar, allt dautt og rotnað!
Ég verð hræddur, stekk upp og ætla inn í næsta herbergi.
Hún eltir mig með sínu uppvakninga útliti og ég held að hún ætli að drepa mig. Ég flý í smá tíma þar til hún er að ná mér en þá flýgur hnífur í hausinn á henni og hann springur af.
Búmm. Ég vakna útfrá martröð, alveg eins og áður.
Sömu aðstæður og þegar ég vaknaði áður, myrkur og hræðsla. Hinsvegar er einnig efi núna þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvort þetta væri draumur eða raunveruleiki.
Ég geng inn til mömmu og ýti við henni. Sama gerist og áður, hún vaknar ekki.
Ég er orðinn smeykur og held að hið sama og áður sé að fara að gerast. Ég ýti henni svo hún myndi lenda á bakinu eins og áður, hræddur við að sjá zombie-fésið sem var áður.
Hún er alveg eðlileg, vaknar og faðmar mig.