Ég var djöfull í mannslíki skv. móður minni, og nám var henni alls ekki auðveldur hlutur og það fór já, mikill tími í mig. Móðir mín er engin súper kona og ég skil ekki af hverju hún nær þessu en fæstir aðrir. Eru þeir bara aumingjar? Eða ER mamma mín súper-kvendi og sú eina sem getur gert þetta með því bara að leggja sig í þetta.
Ég HELD, að þeir sem ná þessu ekki eru latir eða geta það ekki útafþví að námið þeirra tekur 15 klukkutíma á dag, eða þeir séu einhvernvegin veikir, einbeitingaskortur og guð má vita hvað. Amma hafði lítinn áhuga á því að passa mig, en ég held að afi var aðeins í því en þó ekki MJÖG mikið. [Ekki jafn mikið og núna ^^]
Ég er ekki að rakka niður neinn eða tala illa, en ef þú þekkir einhvern sem ómögulega getur þetta af einhverjum öðrum ástæðum en leti eða veikindi þá mátt þú endilega segja frá.