Trommarinn í The Foreign Monkeys var brjálaður. Hann átti svo sannalega skilið að fá verðlaunin “Efnilegasti trommari MT 2006” en hljómsveitin sjálf fannst mér léleg.
Seinasta lagið hjá Furstaskyttunni var snilld og “franska” hljómsveitin var það líka en þessar tvær voru ekki sigurvegarar, frekar 2. og 3. (þó svo að hljómsveitirnar sem lenntu í þeim sætum hafa átt það skilið). The Ministry of Foreign Affairs var líka góð, allavega betri en The Foreign Monkeys. Tranzlokal voru svo ungir, söngvarinn var ekki með nógu þroskaða rödd til að syngja svona eins og hann gerði.
Annars er ég sáttur með einstaklingsverðlunin, nema kannski hljómborðsleikarinn og gítarleikararnir. Ég sá þau ekki á undankvöldinu svo… (ekki það að ég sé ósáttur með þau, ég bara get ekki myndað mér skoðun (sem leiðir til þess að ég hefði viljað sjá einhverja aðra þar)). Eins og ég sagði áðan átti trommarinn þetta skilið, bassinn líka, söngvarinn kom mér dáldið á óvart en hann var s.s. fínn.
Ég held ég hafi ekkert við þetta að bæta, nema kannski að Jakobínarína er léleg.
/Kv. Snjólfurinn