Ég veit ekki hvað það er, ég hálf skammast mín fyrir að segja það en mér finnst oft skemmtilegt að horfa á Cheers. Samt er það aðeins einstaka sinum sem ég hlæ að þessum glataða húmor.
Sannleikurinn er sá að langflestir svona sitcomar eru illa skrifað rugl. Þessi svokölluðu situation eru óraunveruleg og oft hreinlega hallærisleg, svo maður tali ekki um þessar raðir af lélegum punchlinum og sííííííendurtekna, úrelta og raðnauðgaða brandara. Plús allar þessar “heppilegu tímasetningar”.
Ef við tökum Cheers sem dæmi þá eru atriðin bara sett upp af nokkrum bröndurum; fólk er að tala saman um eitthvað eðlilegt svo segir einhver eitthvað heimskulegt og þá byrjar uppbyggingin fyrir næsta brandara.
Vissulega þurfa þættir ekki endilega að vera raunverulegir eða raunsæir til að vera fyndnir og skemmtilegir - þættir eins og Scrubs eru lifandi sönnun þess, en Scrubs er líka alveg rosaleg steypa - en það sem greinir Cheers frá Scrubs er það að Cheers er ekki svona mikil steipa, og kemst þess vegna ekki upp með að vera svona óraunverulegur. Og eitt enn; hvað er málið með þennan helvítisdjefelsins hlátur í bakgrunninum?!
Hinsvegar eins og ég sagði í byrjun þá er eitthvað við þennan þátt sem er heillandi, ég bæði hata hann og elska hann. Hann er ófrumlegur, heimskulegur og algerlega laus við fyndni en samt er eitthvað við hann sem gerir hann bara skemmtilegan að horfa á.