Ég er ekkert að tala um að banna reykingar alveg, þó svo það væri ekkert verra.
Ykkur finnst gott að reykja ?
Nei, ykkur finnst gott að svala níkotín þorsta ykkar sem þið fáið úr sígarettunum.
Heilaþvottur ? Haha… talandi um öfgasinna.
Er það heilaþvottur að hafa mist _2_ ættvini úr krabbameini sem er rakið BEINT til óbeinna reykinga ?
Er það heilaþvottur að finnast lyktin af þessu vond ?
Persónufrelsi ?
Hvað er að því að setja lög um hluti sem skaða notendur vörunnar og einnig fólk í kring ?
Er ekki líkamsárás bönnuð með lögum, er ekki morð bannað með lögum ? (er ekki að líkja reykingum við morð þó það geti einstaka sinnum endað þannig).
Segjum sem svo að maður umgangist sirka 2-10(meðaltali) mans reykjandi á dag.
Svo þegar maður er að nálgast fimmtugt eða sextugt, fær maður Krabbamein, heilablóðfall eða eitthvað álíka alvarlegt. Það er ekki gott.
En segjum svo að einn daginn komi einhver náungi og stingi mann með hníf (jafnvel óvart og ekkert endilega banvænt). Ég meina, er ekki bara þessi skaði frá sígarettunum dreginn saman í eina óheppna mínútu ?
Veit ekki afhverju en mér finnst þetta eiga tengingu, þar sem þó svo þetta sé ekkert áberandi hættulegt, þá kostar þetta samt einstaka mans lífið, veistu ef ég væri reykingarmaður myndi ég að minnstakosti reyna að hætta, bara til að sýna þessu látna fólki mína viðringu.