Ok ef maður lendir í því að vökvi hellist yfir ferðatölvu, þá skiptir mestu máli að taka tölvuna strax úr sambandi við rafmagn, og aftengja líka rafhlöðuna.
Því næst ætti að fara með hana á viðurkennt verkstæði í hreinsun. Ástæðan er einföld, vökvinn getur smogið víða, og það er oft erfitt að sjá nákvæmlega hvar hann hefur farið, nema að taka tölvuna algjörlega í sundur. Ef það eru einhvers staðar leyfar eftir af vökva, að ég tali ekki um sýru eins og er í öllum gosdrykkjum, þá eru sterkar líkur á að móðurborðið eyðileggist, og þar með tölvan.
Ath tölvan getur jafnvel virkað í nokkra mánuði með rakaskemmd, meðan móðurborðið er að eyðileggjast, svo allt í einu bilar tölvan illa, og þá er ekkert hægt að gera, þar sem móðurborðið er tært í sundur.
Kveðja habe.