Það er svo pirrandi þegar fólk gerir ekki greinarmun á prósentum og prósentustigum… Oftast getur maður nú getið sér til um hvort er átt við, en ekki alltaf… :/
Þetta er ekki svo flókið. Þetta er eins og að þegar verð á kókflösku sem kostar 90 krónur er hækkað um 10 kr þá er 11% hækkun af því að 10 krónur eru 11% af 90 krónum. Hinsvegar hækkaði varan bara um 10 krónur.
Eins er þetta með prósenturnar, nema núna heita “krónurnar” bara “prósentustig” til þess að aðgreina það frá prósentunum og fyrirbyggja allan miskilning og rugling.
Þetta með Talva fólkið er pirrandi.. maður segir aldrei: “Ég er í Talvanarfræði”
Lennti í því um daginn að vera að senda tölvu á milli landshluta og þurfti að fá ábyrgð á hana.. Stelpan sem var að vinna, ég gæti giskað á að hún væri í kringum 29-30 ára, skrifaði á kvittunina Talva.. Ég var að spá í að spurja hana hvort hún færi of heim í talvuna, en hætti svo við.. Finnst ótrúlegt að fólk geti ekki bara lært þetta í eitt skiptið fyrir ÖLL! :D
Ég veit, hann var að leiðrétta mig þegar ég kom með þá uppástingu að nefna notandann sinn “TalvanFrosnaði”, og ég bætti við leiðréttinguna.. Furðulegt að fólk haldi að ég segi þetta vitlaust >.
Ég veit að þú veist að talva er ekki til, en ef það væri til, þá myndi samt sem áður ekki vera neinar talvar, heldur beygist “orðið” talva tölvu tölvu tölvu. Skilur þú? Semsagt, þessi mynd af “orðinu” talva er tölvur, eða tölvurnar…
Þetta er mjög algengur talmáti hjá íslenskum unglingum. Stærðfræðikennaranum mínum leiddist einu sinni og þá skrifaði hann svona dæmi upp á töfluna og skrifaði þýðingarnar við. “Og hann var bara: nei!” þýðir þá “Hann var mótfallinn þessu.” og “Og þá var ég bara: ha?” þýðir “Ég skildi hann ekki.”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..