Svo kæmi sá er skrifaði þráðinn: Af hverju, ég fæ fljótara svar hér á almennt!
Þá kemur betrienalltoggáfaðaðrienalltogvilstjórnaöllumhugurum týpan og segir: En JReykdal æðislegi vefstjórinn okkar sem allir eiga að hlýða sagði okkur að ef það kæmu hjálparkorkar í almennt myndu forsíðukorkarnir fara n00b!!!!
En bíddu? Hvenær sagði vefstjóri eitthvað um hjálparþræði í almennt? Ég skal peista því sem stóð í tilkynningunni hingað:
Notkun forsíðukorkaEkki eitt orð um að setja þræði á ranga korka, allaveganna sé ég ekkert um það…..
Ennþá er verið að nota korkana á forsíðu í bull og tilgangslausa hluti.
Ef þetta fer ekki að lagast bráðlega þá verða korkarnir fjarlægðir af forsíðunni.
Svo, hættið að ljúga því að fólki að hjálparþræðir í almennt fjarlægi forsíðukorkana, því samkvæmt þessari tilkynningu hans gerir það það ekki.
Hins vegar er ég sammála, mér finnst að hjálparþræðir eiga að fara í hjálp, alltaf þegar ég vil hjálp set ég þangað, fæ þau svör sem ég þarf, og engin óþarfa skítköst um á hvaða korki ég er. Tekur kannski aðeins lengri tíma, en flest það sem ég hef séð hér á almennt þarf ekkert endilega að leysa á nokkrum mínútum….
Hættið að skipta ykkur af þessu, ef manneskja setur í almennt, og þú veist ekki svarið, ekki svara, einfalt. Og ekki nota rökin að vefstjóri taki korkana, drögum frekar úr bulluþráðaum hérna, það eru þeir sem vefstjóra er illa við.
Got my point? Splendid.
-Vansi