Gæludýraeigendur geta ekki lengur gantast með það að dýrin borði betur en þeir því það gæti reynst rétt. Nýjar rannsóknir á sýnum úr gæludýramat og skyndibitafæði hafa leitt í ljós að minna er af salti og fitu í gæludýramat.
Í hverjum 100 g. af Gourmet Gould kattamat voru aðeins 2,9 g. af fitu og 4,4 g. í Cesar hundamat en í MacDonalds hamborgara af gerðinni Big Mac og miðstærð af frönskum voru hins vegar 24,8 g. af fitu. Þá voru 11,7 g. af fitu í kormakjúklingarétti frá bresku matvöruverslanakeðjunni Waitrose. Ekki er heldur eins mikið af salti og sykri í gæludýrafæði en meira um trefjar í skyndibitanum.
Vísindamaðurinn sem vann rannsóknina, John Searle, segir menn vel geta borðað gæludýramat. Samkvæmt lögum Evrópusambandsins verður gæludýramatur að vera mönnum öruggur. Sky fréttastöðin greinir frá þessu á vef sínum.
Til baka
Living in the realtime…Dreaming in digital…Thinking in binaries…Talking in IP…