Hvar á ég að byrja?
Versta námsefni sem ég hef lagt fyrir mér er öll íslenskan sem mér hefur verið kennt.
Íslenska hefur alltaf verið jafn tilgangslaus, leiðinleg, leiðinlegir kennarar og fáránlegar kennslubækur sem meika ekkert sens og gætu þess vegna verið á þýsku.
Stærðfræði. Ég elska stærðfræði en svo mikið af þessu er bara rugl sem enginn þarf að kunna nema þeir sem ætla að verða einhverjir NASA gaurar.
Svo koma alveg hræðilegar bækur eins og Min Ven Thomas, Dust, Hvid Sommer, allar íslensku sögurnar sem maður þarf að lesa og taka próf úr, Flóres og Blankiflúr, Bósa dótið, Laxar dótið og alltaf forníslensku ógeðið.
Verstu námsbækurnar: Íslensku bækurnar, líffræði og eðlisfræði bækurnar sem eru kenndar í 5-10 bekk.
Setningarfræði.
Dansk der du'r og fleiri má nefna.
Líka finnst mér alveg óþolandi að þurfa að læra 4 tungumál, íslenska, enska, danska og þýska svo þegar maður fer á málabraut *ef* þá bætist við 1-2 við ef ekki fleiri!
Íslenska má vera kennd sem stafsetning í fyrstu bekkjunum, svo eiga skólarnir að hætta þessu áður en þetta gengur alltof langt.
Enskan, gott að geta fengið annað tungumál sem er mikið notað og maður getur reddað sér í nánast öllum löndum á enskuni.
Danskan, hvað er málið? Okey maður þarf að læra eitt norðurlandamál, tilhvers er góð spurning? og þar að auki finnst mér alveg nóg að þurfa að læra rugl eins og setningarfræði í íslenskunni, það er mitt norðurlandamál sem ég læri!!
Þýskan, hvaða tilgangi gegnir það mér í lífinu - vill einhver segja mér það?!
Ég ætla hætta áður en ég rakka niður allt sem kennt er í skóla því mér finnst gaman í skóla.