Málið er náttúrulega það að engin á að þurfa að vera að rífa kjaft á Huga. Ef allir sýndu lámarks kurteisi og almennan þroska, þá ættu allir að geta rætt saman á góðum nótum og leyst málin án þess að vera með einhvern kjaft.
Ef notandi á Huga sér eða verður fyrir einhverjum þursaskap/einelti af hendi stjórnanda einhvers áhugamáls, þá ber þeim notanda að tilkynna það til yfirstjórnanda eða til þess stjórnanda sem þeir treysta best til þess að taka þetta til athugunnar.
Stjórnendur eiga náttúrulega alls ekki að rífast/rífa kjaft við notendur, það á bara ekki að eiga sér stað. Í stað þess að rífa kjaft á að nota privat msg til að leysa málin ef þau eru þess eðlis að hægt sé að leysa flækjuna. Ef notandi telur að honum sé misboðið af stjórnanda einhvers áhugamáls - þá á sá notandi hiklaust að tilkynna málið svo hægt sé að skoða málið og laga það ef hægt er - án vandamála og án þess að það þurfi að vera að rífa einhvern kjaft.
Kveðja:
Tigercop sem rífur fokking kjaft við hvern sem honum dettur í hug - bara verst að honum dettur bara aldrei neinn í hug að rífast við svo hann bara rífur engan fokking kjaft…