Ég er ekkert ósammála þér þarna. En svona spyrnudæmi sem stúlkur taka þátt í eru ekki jafn algeng og þegar strákar eru eitthvað að vitleysast á bílum og þess vegna fannst mörgum mjög erfitt að taka þessu. Mér fannst þetta gersamlega út í hött, þessi stelpa…ég bara skil ekki svona.
Svo þurfa allir að leggja extra mikið á sig við að taka prófin og aldurinn verður jafnvel hækkaður, allir þessir vitleysingar sem geta ekki hamið sig og hugsað aðeins út fyrir kassann og um aðra enda svo á því að drepa aðra eða þá sjálfa sig, ég skil stundum ekki hvernig sumu fólki tekst að fá bílpróf en það er nú kannski frekar erfitt að sjá það á fólki hvort um ökuníðinga er að ræða.