Ég sat áðan í makindum mínum við eldhúsborðið að lesa fréttablaðið, og fylgiblöðin með því, þar á meðal bt blaðið, því þó að bt sé crap er samt allt í lagi að skoða bæklingana þeirra…
Fermingarnar eru að ganga í garð, og náttúrulega snerist þessi bæklingur mikið um fermingargjafir, og helst ber að nefna þar tölvurnar, fermingartölvurnar í ár.
Það fylgja leikir með tölvunum. Tölvuleikir, það segir sig sjálft. Leikurinn Godfather fylgir með einni tölvu, og einhver annar með annari tölvu (er ekki með bæklinginn, og man ekki hvað leikurinn heitir).
Málið er bara, að Godfather er bannaður innan 18, samkvæmt merkingunum á hulstrinu, og hinn leikurinn bannaður innan 16. Og þetta er verið að selja markhóp sem er 13-14 ára…
Mér finnst þetta skondið, að selja bannaða leiki stílaða inn á fermingarbörn, mér finnst að l0gin ættu að taka inn í þetta, kæra bt, láta þá fara á hausinn, og koma með einhverjar betri búðir í staðinn, sem selja ekki overpriced drasl. Þeir segja að þeir séu verðlágir, en í Elko er að finna sömu vörur, jafnvel betri, á mun lægra verði. Þá er ég auðvitað að tala um smáhluti og svona, ekki tölvur eða slíkt, það á að kaupa í alvöru búðum, ekki lágvörubúðum.
So, shall we sue bt for selling violent games to children?