Þið sem horfðuð á 70 min. í gamla daga? Og hafið séð þessa “Strákana” núna, hvernig finnst ykkur þeir?
Persónulega fannst mér 70 min. alveg sprenghlægilegur þáttur á köflum. Þeir töluðu um allt, komu með slúður, ókey, en þeir bættu slúðrið með þessum innskotum þeirra. Svo öll þessi klassísku atriði: Götuspjall, falin myndavél, og það “nýjasta”. Truflun. Ah, þvílík snilld!
Ég horfði alltaf á 70 min. þegar ég gat. Svo á ég það besta af þeim 2 og 3. Það væri ææææðislegt að fá þá aftur.
Eitt vandamál? Popptíví er ekki lengur hjá flestum. Minnir að það sé hægt að sjá það með einhverjum myndlykli -_-.
Er einhverjum öðrum hérna sem langar í 70 min. aftur í loftið? Ekki þessa “Stráka” á Stöð 2. Það er bara nekt, über flipp sem fer stundum útí gróst og fl. rusl þar.
Sverrir, Auðunn og Pétur eru ekki eins skemmtilegir þegar það er búið að láta þá fá sterkari línur til að fylgja, þurfa að passa talsmáta, og er komnir með hærri laun.
Bara því miður =C
En allavena, mig langar í þessa þætti aftur!
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið