Það var sennilega þegar ég fæddist, ég var svo lítill að það var hægt að halda á mér með einum lófa og svo var heldur ekkert víst hvort ég myndi lifa. Ég hefði líka geta orðið fatlaður eða þroskaheftur.
Kallast áfengiseitrun veikindi? Ef svo þá verð ég að segja það. Annars eru verstu veikindi sem ég man eftir sem barn var í hvert sinn sem ég fékk eyrnabólgu, mig hryllir enn þann dag í dag við því að hugsa aðeins um það.
fyrir nokkrum árum fékk ég sýkingu í hnéið og þurfti að liggja inni á Landspítalanum í 2 vikur og fór í 3 aðgerðir á 6 dögum. Fékk morfín fyrir verkjunum og gat ekki gengið í margar vikur. Var í hjólastól. viku eftir að ég útskrifaðist fór ég endurkomu á spítalnum og þar kom í ljós að ég var með beinflís. Það sem sagt brotnaði eitthvað í hné beininu þannig ég var ennþá lengur á hækjum. Ég man lítið eftir því þegar ég var á spítlanum því morfínið lætur mann gleyma… en ég var “heppinn” að sýkingin fór í hnéið því hún hefði getað endað á verri stöðum svo sem hjartanum og það þýddi einfaldlega dauða… (held ég)…
ég hef nú aldrei veikst neitt alvarlega og vona að það haldist þannig [7-9-13] svo það alvarlegasta sem ég hef fengið eru líklega bara streptókokkar nokkrum sinnum.
Ofnæmi allt sumarið, og það er bara útafþví að þetta var lengi. Hef ekki lent í neinu alvarlegu.. aldrei brotnað, fengið gat á hausinn né lent í slysum eða alvarlegum meiðslum.
Svo bara venjulega, hausverk (stundum mikinn), ælupest >.<, kvef (sem ég fæ sjaldan en þegar, þá OF mikið).
Þegar ég var lítill fékk ég 2 sinnum lungnabólgu. Fór margoft uppá spitala til að láta taka úr mér blóðsýni útaf því að ég sýndi einkenni af öðrum sjúkdómum. Fékk útbrot, húðin þornaði upp og ég fékk sýkingu í augun. Allt þetta bættist ofan á lungnabólguna.
Ég fór einu sinni í streptakokkapróf því það var líklegt að ég hefði smitast. Ég var ekki með þá. Eftir 2-3 daga varð ég hræðilega veik, vaknaði með ógeðslegasta hausverk sem ég hef fengið (ég vaknaði grátandi en fann ekki fyrir því :S). Svo var ég með hálsbólgu í 2 vikur þannig að ég þurfti að sofa upprétt og svaf lítið vegna hósta. Þegar þetta var nærri því gengið yfir varð ég heyrnarlaus á öðru eyra og fór til læknis útaf því. Læknirinn fann það út að þetta var bara vatn í eyranu en setti mig í streptakokkapróf, bara til öryggis. Þá var ég búin að vera með þetta í 2 vikur!
Þetta er líklega það alvarlegasta sem hefur komið fyrir mig … Þegar ég var lítil fékk ég stundum andarteppu (missti andann) og varð hálf-heyrnarlaus allavega 2svar …
luuuungabólga :/ þegar ég var 6 ára.. þurfti að vera í 4 daga uppá spítala, fasta og vesen. mátti svo ekki fara út í 6 vikur..:/ þurfti að hanga inni! og þá akkúrat var hitabylgja :O ooog ég var að fara í sumarfrí :/ úff.. leiðinlegustu 6 vikur lífs míns :/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..