Afhverju finnst mér eins og ég eigi enga vini? =/ ég var veik á miðvikudag - föstudag og svo lagaðist það og þá fór ég að vinna á laugardag og sunnudag og svo varð ég aftur veik í dag. allann þennann tíma hefur enginn hringt í mig og ath. hvort það sé í lagi með mig, ekki einu sinni besta vinkona mín =/ Ég kannski eignaðist ekkert almennilega vini fyrr en í 7.bekk, ég var lögð í einelti í 6 ár =( og sem sagt í 4 ár hef ég alltaf hringt í þessa svo kallaða vini og ég spyr alltaf hvort að þau séu ekki tilbúin í það að koma að gera e-ð t.d. sund, bíó eða bara að hittast og chilla..svo heyrir maður það í skólanum að krakkarnir hafi hist um helgina og ég spyr afhverju þau hringdu ekki í mig og þá er svarað: æ fyrirgefðu við bara gleymdum þér, við vissum ekki hvort að þú vildir koma eða við héldum að þú værir að fara að gera e-ð annað =/
ég skil ekki afhverju þau hringja aldrei í mig! svo kvarta þau yfir því að þeim leiddist um helgina….=/
ég bara skil þetta ekki…
p.s. afsakði stafsetningarvillur..