Fann þetta í DV:
===
Ríkislögreglustjórinn hefur beint þeim tilmælum til lögreglustjórans í Reykjavík að fram fari lögreglurannsókn á Strik.is
Í erindi ríkislögreglustjórans er vísað á frétt í kvöldfréttum RÚV þar sem skýrt var frá því að í grein á vegum Strik.is hafi verið hlekkur á heimasíðu sem hefði afar gróft klámefni á boðstólum, meðal annars kynlíf með dýrum og ungum stúlkum. Af fréttinni af dæma taldi ríkislögreglustjóri ástæða til að hefja lögreglurannsókn.
===
Það sem er undarlegt hérna er að ríkislögreglustjóri telur ástæðu til lögreglurannsóknar vegna þess að það var *tengill* á síðu með vafasömu efni.
Er þetta ekki farið að líkjast fasistaríki þegar það eitt að benda á hlutina gefur tilefni til lögreglurannsóknar ?
Þetta snertir alla íslenska vefi, sem nú verða að fara að fylgjast með því hvað er á þeim síðum sem tengt er á, ásamt því hvernig það breytist.