Sko…
Í fyrsta lagi, iPod, ekki I-pod.
Í öðru lagi, þetta eru vinsælustu spilararnir á markaðinum, miklu fleiri eiga iPod en t.d. walkman eða eitthvað annað, svo augljóslega bila fleiri, þetta er örugglega svipuð bilanatíðni og á öðrum spilurum, en það eru bara miklu fleiri iPodar, það ber meira á þeim.
Í þriðja lagi, fólk er ekki alltaf að meðhöndla þá rétt, sumir fara bara illa með þá. Það má t.d. ekki setja þá í þvottavél, ekki dúndra þeim í gólfið, ekki missa þá, o.sv.frv. Fólk verður bara að læra þetta.
Í fjórða lagi, það ber meira á þeim sem eru óánægðir heldur en þeim sem eru ánægðir. T.d. er ég hæstánægður með minn nano, þetta er þynnsti spilari sem ég get fengið, sem hentar mér, því ég vil helst hafa hluti netta og litla. Einnig eru þetta flottir spilarar, stílhreinir, ekkert aukadrasl í útliti þeirra, bara ferhyrningur með hring og ferhyrning, ég elska þetta útlit.
Ekki bara dæma eftir þeim sem senda inn nöldurkorka og hjálparkorka, það eru svo margir þarna úti sem eru hæstánægðir með iPodana sína.