Eftir að athugasemd barst frá skrifstofu Alþingis vegna nafngiftar rokkhljómsveitarinnar Alþingis, sem og netfangs hljómsveitarinnar var haldinn fundur með meðlimum hljómsveitarinnar ásamt fulltrúum skrifstofu Alþingis. Á fundinum kom fram að nafngiftin gæti valdið misskilningi og hugsanlega varðað við lög. Af þeim sökum hefur hljómsveitin ákveðið að taka upp nafnið Thingtak í staðinn.
Hljómsveitin hefur starfað frá hausti 2005 og hefur nýverið lokið tökum á sinni fyrstu plötu sem fyrirhugað er að komi út síðar í þessum mánuði (mars 2006). Meðlimir Thingtaks gefur plötuna út sjálfir og verður hún samnefnd hljómsveitinni. Þemað er tengt stofnun Alþingis árið 930, siðaskiptum í landinu, Kristnitökunni og öðrum þáttum úr sögu íslensku þjóðarinnar.
Sjá frétt úr Íslandi í dag:
http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2003&progId=13263&itemId=12289