Málið er að hér gilda leikreglur sem menn verða að fara eftir. Ef fólk sættir sig ekki við það og heldur áfram að brjóta þessar reglur þá má alltaf búast við svona kommenti einsog svari eytt af stjórnanda af því að það brýtur í bága við reglurnar. Þið getið sagt allt sem þið viljið annarsstaðar t.d á msn eða ykkar bloggsíðu en ekki hér. Sættið ykkur bara við það.
Ég tek fram að ég skil ykkur vel enda fékk ég einu sinni skilaboð að ég væri með 5 ný svör á einhverju korki og ég gat aldrei lesið þau af því að korkurinn sjálfur var eyddur eða kommentið var ekki í samkvæmi við reglurnar.
Þið megið ekki alltaf halda að það sé bara sérhópasöfnuður sem skoðar hvern einasta korka hér. Allir skoða korka, alveg sama hvaða aldursflokkur það er og reyna að skoða allt hér án þess að þurfa að líða illa fyrir það. Ef svoleiðis gerist þá auðvitað berst stjórnendum kvörtun sem fannst sé eitthvað misboðið við það sem stóð í korkinum. Mér er til dæmis sagt að skoða ekki korka sem er ekki neitt sérstaklega ætlað mér. Ekki get ég sagt við ykkur með einhverju frekju:. “Burtu með ykkur andskotans krakkabjánar. Þið eruð ekki orðinn nógu gömul til að skoða þennan kork”.
Ef fólk skrifar eitthvað hér sem er niðrandi eða ekki í samkvæmi við reglurnar þá vitið þið það að það er tilgangslaust sóun á ykkar sjálf enda verður því eytt snarlega af dyggum stjórnendunum sem reyna með sveitta rassgatið sitt þessa stundina að hafa hemil á ykkar kommenti.