Er að fara að vinna hjá póstinum og mig vantar að vita hvort einhver hér hafi reynslu af því að vinna þar.
Málið er nefnilega að mig langar að vinna við að hjóla með póst því þá fæ ég bara mitt svæði og get klárað það fyrr ef ég er duglegur og fæ alltaf sömu launin þótt ég sé búinn á hádegi eða eitthvað.
En málið er að ég var ráðinn sem bílstjóri og þá er ég ekki með neitt ákveðið hverfi heldur er ég allan daginn að rúnta með pakka og ná í póst hjá fyrirtækjum og þar get ég ekki klárað fyrr, það er ekki útivinna og ekki hreyfing í því.
Hefur einhver reynslu af vinnu í póstinum?
Er kannski bara miklu skemmtilegra að keyra út eða?