Þú ert krútt, ég hef horft á eftir mörgum vinum fara margar misjafnar leiðir, sumir komnir með fjölskyldu, sumir úti í útlöndum enn aðrir dánir.
Hver einasta jarðarför kennir manni eitthvað, aldrei skilja við vin þinn í fússi, aldrei skella á hann ef að það koma upp ágreiningsmál leysa þau á staðnum, talaðu við vini þína sem að þú ert að fá leið á (farðu kanski betur í það) t.d. með því að segja að þér finnist þú vera að fjarlægjast, talið um í hreinskilni hvort að þið viljið fjarlægjast, trúðu mér traustur vinur getur gert kraftaverk eins og einhver söng, aldrei yfirgefa vin þinn ALDREI fjarlægstu hann frekar, talið um hlutina njótið þess að vera krakkar skippiði heimanáminu og takið strætó niður á laugarveg í grenjandi rigningu og labbið saman, ekki láta sjónvarpið tala fyrir ykkur eins og margir gera.
Þegar að þú hittir góðan vin þá skaltu einfaldlega slökkva á símanum (alltaf öryggi að hafa hann með) það er eins og þessi tölvu og sjónvarpsöld sé alveg að taka við, það er ekki eðlilegt. Rachel og monica í friends halda ekki utan um þig þegar þér líður illa tæknin er yndisleg en hefur haft slæmar afleiðingar í för með sér.
Muniði þegar þið voruð lítil þá þótti það ekkert athugavert ef að nágrannakonan í næsta húsi sem að þið þekktuð eginlega ekki neitt kom í kaffi, fólk er hætt að tala saman, mannleg samskipti eru alveg orðið eitthvað so last season. Maður var sendur yfir í næsta hús til að fá lánuð egg í kökuna það gerir enginn svona lengur, æji ég verð endilega að skrifa grein um vináttu sem að ég fæ hjálp með ég er með svo rosalega skrifblindu þannig að þessi ofur speki mín kemur örugglega út eins og einhver vanviti hafi verið útúrtjúttaður að reyna að meika sens.