Hundar hjá fjölskyldumeðlimum mínum hafa yfirleitt heitið eftir sögum. En svo er spurning hvort þetta sé tík eða hundur. Flest nöfnin eru þó á tíkur hér: Salka Valka, Grímur, Glúmur, Folda, Gretla, Gríma, Njála, Skella, Fluga, Símon, Gvendur. Bara nokkur sem ég man í fljótu bragði
Ég átti kýr (hjá afa og ömmu) sem hét Hárakusa, eða ég sagði að hún ætti að heita það þegar ég var 5 ára af því hún var með hár :) Í alvöru hét hún Drífa, en ég fékk ekki að vita það fyrr en miklu seinna … En frumlegustu nöfnin á kúm sem ég hef heyrt eru örugglega Afturelding og Skrúfa :D
já… kannski, ég hef átt heimaling, sumum fannst rosa gaman þegar ég fór með hana ut að labba.. fólkið spurði mig hvort þetta væri hundur í dulargervi.. :D Hun geitir btw Dillirófa… sem er mjög frumlegt nafn… og svo mamma hennar, sem var fötluð hét dós… og Móðursystir hennar heitir Dolla.. en það var vegna þess að þær fæddust með sérstakan fæðingargalla sem skyrir sig þanni að þær stækka ekkert nema svona 20 cm… og hætta svo að stækka… :( Og dillirófa erfði gallann og nuna er hun litil og feit :D
heheh, “ég” átti líka heimaling sem hét úthlíðarfríð, sem er bara eitt svalasta dýr sem uppi hefur lifað. Svo dó kindin hjá bróðir mínum og hún skildi eftir sig 2 lömb sem voru skírð Ágúst og Flóki (sama og bróðir minn). Svo í fyrra þá var líka eithvað svona lítið grey sem gat ekki lifað á mömmu sinni svo það varð heimalingur en dó svo, með einhvern mikinn galla, pinkulítill og sætur.
Sumar kýr eru með smá hárbrúsk á hausnum, fer eftir því hvort þær eru hyrndar eða ekki. Mín var einmitt með hár (eins og helmingur kúa í heiminum) og mér fannst það voða sniðugt þegar ég var 5 ára :)
Ég á kött sem heitir Svali. Nafnið kom þegar ég kveikti á útvarpinu og þá var Svali á fm að byrja þáttinn sinn. Síðan veikti ég á sjónvarpinu og þar var svala auglýsingin… …Nafnið komið.
býr hundur rétt hjá mér sem heitir Benedikt, svo veit ég um einn sem heitir Tyson og einn heitir Elvis. Hef líka heyrt um Kassi, Kisi, Bjartur(hundurinn er alveg svartur)Hundur, Bjarni og fl.
Hef átt hunda sem heita Salka, Kátur og svo núna á ég hund sem heitir Lýra (aðalsögupersóna í einum af uppáhalds bókunum mínum.. og mér fannst nafnið svo flott að ég ákvað að skíra hundinn minn það :)
Svo átti ég og fyrverandi kærastinn minn kött sem hét Bárður, aðallega því að kærastinn minn fyrverandi vildi endilega skíra greyið köttinn einhverju fáranlegu nafni til að pirra mig.. og útaf því að ég fann ekkert.. en fyrst og fremst (eða segjum það bara) af því að kötturinn var bæði allgjör klaufabárður og svo alveg hreint snargeðveikur. :) Þannig að Bárður var það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..