Þannig er með mál og vexti að samband mitt við tvær bestu vinkonur mínar hefur breyst mjög mikið frá því í haust. Aðalorsökin er sú að þær byrjuðu báðar með strák og síðan þá hefur allt snúist um þá. Það versta er að við vorum svona 5 í vinahóp og augljóslega hef ég verið mikið útundan undanfarið þar sem jú þau byrjuðu saman. Búin að vera 5 hjólið undir vagninum ef svo má að orði komast.
Mér fannst ekkert nema sjálfsagt að þær væru uppteknar af kærastanum fyrstu vikurnar en nú eru liðnir 7 mánuðir og vinskapurinn er nánast alveg horfin. Ég á alveg fleiri vini svo ég hef ekkert verið einmana en soldið pirruð því að þessi 2 pör eru sko kyssandi og kelandi, sleppa ekki hendinni af hvort öðru, smsast í tímum hvern einasta dag í skólanum fyrir framan alla. Og þegar ég fæ smá athygli hjá þeim þá endum við alltaf á að tala um hvað þessir gaurar eru frábærir og hvað allt gengur vel. Einstaklega gaman að heyra þegar maður sjálfur er á lausu.
En það versta er það að kærasti annarrar vinkonunar leyfir mér aldrei að komast að. Hún lætur hann stjórna sér algjörlega, allt sem hann gerir eða segir er algjört Haleluja því hann er svo fullkomin. Ég er að tala við hana á morgnana og þá kemur hann og dregur hana í burtu með sér og hún leyfir honum það. Hann niðurlægjir hana oft fyrir framan aðra en hún fattar það ekki og þegar þau eru eitthvað að kela þá bítur hann hana oft, hún er með bitför og marbletti um allan líkamann en hún hlær bara af því og sýnir mér alla marblettina. Er hann geðveikur eða eitthvað? Og hin vinkona mín er orðin svo einangruð með kærastanum sínum að hún segir ekki orð við mig í skólanum nema hann sé veikur. Þá er ekkert mál að setjast hjá mér í matartímanum og spjalla.
Þetta er allt svo fáranlegt því ég hef talað um þetta við þær og sagt að mér fynnist þetta rosalega leiðinlegt og þær segjast alltaf ætla að bæta sig en ekkert gerist. Krakkarnir í skólanum hafa oft komið til mín og spurt mig hvort ég geti sagt þeim að hætta að stilla sér alltaf upp fyrir framan alla og kela og kyssast. Þegar ég kvarta þá verða þau bara pirruð og segja að þetta komi öðrum ekkert við, að hinir séu öfundsjúkir og ættu bara að hætta að horfa.
Þið haldið kannski að ég sé bara rugluð en á maður ekki alltaf að láta vinina vera í 1. sæti SÉRSTAKLEGA þegar maður er bara á 16. ári? Kannski er ég að gera mikið úr þessu en það hafa fleiri tekið eftir því hversu undarlega þau haga sér og nefnt það við mig og konan sem vinnur í félagsmiðstöðinni minni ráðleggur mér að tala við foreldra þeirra eða námsráðgjafann fyrst það virkar ekki að tala beint við þær sjálfar. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Á ég bara að láta kyrrt liggja og hunsa þær bara á móti?
————–