Nú dregur aldeilis til tíðinda því að stórhljómsveitin Mammút, sigurvegarar Músíktilrauna árið 2004 sem hafa verið í eins konar “pásu” síðastliðið, munu frumflytja glænýtt lag í Ungmennafélaginu á rás 2 í kvöld! Lagið heitir Þorkell en sveitin er nýbúin að ljúka við upptöku á því ásamt fleiri lögum. Þetta lag mun verða á komandi plötu Mammút sem á að koma út 3. apríl eftir rúman hálfan mánuð!
Allir að stilla inná Ungmennafélagið á Rás 2, kl.19:30 í kvöld!