Ég er að sækja um umboð fyrir ákveðið dæmi. Skiptir engu hvað það er. Var að skrifa meil á ensku og var að segja hvernig ég mun fjármagna þetta. Ég fór í enska íslenska tölvuorðabók og fletti upp orðinu bankalán… Þá er þetta orð ekki til í orðabókinni og breyttist sjálfkrafa í orðið bankarán… Ég pældi ekkert í þessu og skrifaði auðvitað í meilið að ég muni fjármagna þetta með því að taka “Bank robbery” Því orðið hafði breyst í það í orðabókinni.
En það leystist allt og útskýrðist þegar ég tók svo eftir þessu. Bara fyndið að segjast ætla að fjármagna eitthvað umboð með “Bank robbery” HAHAHA þetta er endalaust fyndið finnst mér. Einmitt eina orðið sem ég var ekki viss um hvernig væri á ensku. Bankalán sem er auðvitað Bank Loan.
Allaveganna er ég búinn að vera hlægjandi að þessu í allan dag. Tilganslaus korkur en engu að síður gamansamur.
Cinemeccanica