Notaði pí áðan þegar ég var að mæla þvermálið á stálröri sem ég var að festa, þurti að kaupa réttar festingar utan um rörið. Notaði algebru (X, eins og þú kallar það…) í gær til þess að reikna út hversu dýrt bensínið hefði verið sem ég keypti…
Heldur þú að húsið þitt hafi verið byggt án þess að nota algebru? Heldur þú að arkitektinn og verkfræðingurinn hafi bara slumpað á svarið og gert hlutina svona um það bil?? Myndir þú vilja keyra yfir brú sem hefði verið smíðuð af manni sem ekki kann algebru? Myndir þú nenna að bíða á meðan afgreiðslufólkið leggði verðið á öllu saman í huganum þegar þú ferð út í búð að versla í matinn, því það hefur enginn fundið upp reiknivélina því það kann það enginn?? eða jafnvel betra, viltu láta rukka þig 1000 krónur fyrir gosflösku því þú ert of heimskur til að sjá að 100kr < 1000kr ?? Viltu reyna að skjóta eldflaug á loft án þess að kunna diffurreikning? viltu kaupa dekk á bílinn þinn sem passa ekki undir hann? Án stærðfræðinnar værir þú ekki að nota tölvu núna, kallinn minn!
Einhver verður að kunna þetta, við fáum öll grunn í þessu svo að við getum bætt við okkur þekkingu ef við þörfnumst þess. Ef við ættum ekki að kenna grunn í stærðfræði, af hverju þá að kenna sögu? eða íslensku, eða þýsku eða dönsku… það er ekki eins og við förum öll til útlanda í nám, ha?? Af hverju þá ekki bara að sleppa öllu fucking skólakerfinu og við getum öll búið í moldarkofum og ræktað rollur og mjólkað beljur eins og við gerðum fyrir 200 árum síðan??
Þetta er nauðsynlegt að læra, þú ert bara of fucking heimskur til að notfæra þér þetta… Þetta er nú ekki mjög flókið, bíddu þar til þú ferð í menntaskóla, þá fyrst áttu eftir að drulla á þig í stærðfræðinni, fyrst þér finnst hún erfið í 9. bekk!