ok, hann byrjar á því að ég þurfti að vinna frammeftir í dag og missti því af Barca vs. C.F.C og var því ekki í góðu skapi í vinnunni og er nett pirraður þegar ég fer í kaffi og ætla í tölvuna sem er í kaffistofunni til að tjekka hvernig leiknur setendur. En áður æltla ég að ná mér í appelsínið mitt sem ég geymdi inní ísskápnum. Viti menn það var ekki þar! svo ég var enn reiðari og ætlaði því næst í tölvuna og getiði hvað þar sat gaur í tölvuno að súpa á appelsíni svo ég spyr “tókstu þetta úr ísskápnum” og hann horfir á mig og segir “ já! og hvað ætlar þú að gera” þá trompast ég algjörlega og ýti honum úr stólnum. Þá stendur hann upp og er frekar stór, og kýlir mig niður og sparkar svo í andlitið á mér.
Ég lýt út eins og hálfviti stokkbólginn í framan og er kolbrjálaður. Ætla gá að stöðunni í leiknum og Barca eru 1 - 0 yfir og þá fór það yfir strikið ég byrjaði að hoppa og kýla út í loftið til að fá útrás. Ég geri refresh á tölvunni til að gá hvort að cfc hafi lagað stöðuna en nei það er enn 1 - 0 og þá sný ég mér við og kýli út í loftið…
eða ég hélt það. Þá hafði ég kýlt yfirmanninn minn í nefið og lá í gólfinu hrýnandi eins og svín, fossblæðandi. Ég stóð og horfði bara stjarfur á hann. eftir sirka 2 mín. þá hætti hann að væla og öskraði að ég væri rekinn.
þá brunaði ég heim, braut örugglega alla umferðareglurnar; mér var skít sama. kom heim sá á textavarpinu að cfc gerði 1-1 og voru þvi dottnir úr CL. þá tók ég kaffiborðið og smallaði því í tv mitt.
nú á ég ekkert kaffiborð og ekkert sjónvarp og enga vinnu og cfc er dottið ur CL og er illa bólgin í framan, ég sé ekki ástæðu til að lifa