Bíddu… hún hefur líklegast verið að hugsa sig um hvort þessi íspinni væri til frekar en að beina spurningunni beint til hans, það færi engin afgreiðsludama/maður að spyrja svona alvarlega.
Ég veit ekki um þig en ég krefst þess ekki endilega að afgreiðslufólk viti nákvæmlega hvaða íspinnar eru til í sjoppunni þar sem maður vinnur, held að fólk sé ekki beint að stúdera þetta.
Meina bara að mér finnst þú taka þessu frekar alvarlega. Annað væri ef um hreinan dónaskap væri að ræða, þá færi maður kannski eitthvað annað.
Sem dæmi má nefna að ég labbaði inn í sjoppu um daginn, ég nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn byrjar á einhver búlla í Suðurverinu.
Ég keypti mér ís og svala og það vildi svo til að ég var að koma úr bakaríinu og hafði gleymt að láta hita skinkuhornið mitt. Ég var á leiðinni út en sneri við og bað afgreiðslukonuna hvort hún gæti nokkuð hitað þetta fyrir mig, tek það fram að örbyjguofnin var í handaseilingu frá henni. Hún hrifsaði þetta af mér og henti þessu inn. Spýtti svo út úr sér hvort ég hafi ekki getað látið hita þetta í bakaríinu, ég sagði ég hafði gleymt því og væri á leiðinni í hina áttina. Þá sagði hún svo geturðu líka bara étið þetta þar!
Ég hafði í fyrsta lagi enga hyggju á því að borða þarna né upprunalega biðja hana um að hita matinn minn, það bara vildi svo til að ég gleymdi því í bakaríinu. Mig langaði að öskra á þessa dónalegu kvensnift að ég kæmi sko aldrei inn í þessa viðbjóðslegu búllu hennar aftur og hún gæti troðið því sem ég keypti þar sem sólin ekki skín. Ég þoli ekki svona dónaskap, bara þoli ekki.