Nú hafa sex dáið á árinu í bílslysum. Ekki reyndar allir útaf hraðaakstri en sjálfur hef ég rifið bíl upp í 200 sem er í raun alls ekkert til að vera státa sig af. Ég í raun ætti bara að skammast mín, það að ég skildi sleppa er náttúrulega í sjálfu sér ósanngjarnt og að einhverju leyti mikil eigingirni..veit ekki alveg af hverju. Ég segi hér með að ég mun hætta öllum glæfraakstri og taka umferðina alvarlega hér með. Þið eigið vonandi að geta treyst mér núna í umferðinni. Maður veit í raun aldrei hvenær maður er næstur.
Ég vil líka votta samúð mína til allra þeirra sem hafa misst ástvini, kunningja og ættinga í umferðinni.
Takk fyrir mig, Ökumaður.