Hvað er að kennurunum mínum? Einn mánuð er ekkert að gera í skólanum og svo allt í einu eru þeir allir með próf, bækur og erfið dæmi … Ég þarf í þessarri viku að lesa 80 bls. í Laxdælu (ég er búin að lesa 25 og það er ennþá verið að telja upp persónurnar), eina bók í ensku og eina í dönsku (allavega að komast frekar langt í henni) og svo þarf ég líka að gera 9 bls. í stærðfræði sem ég átti að vera löngu byrjuð á en ég var veik og vissi ekki um það. Ekki nóg með það heldur get ég hvergi keypt Laxdælu (er úti á landi) og þarf að lesa hana með öðrum.

Af hverju geta kennararnir ekki skilið það að maður getur ekki eytt öllum sólarhringnum í að lesa á þremur mismunandi tungumálum og leysa flóknar jöfnur í stærðfræði. Ég er að verða geðveik á þessu! Ég get ekki einu sinni hugsað á íslensku lengur því ég les aldrei íslensku nema gömlu íslenskuna í Íslendingasögunum!! Svo er ég með leshraða á við 12 ára og fæ engar undantekningar af því ég er ekki með lesblindu né athyglisbrest!!

Ég varð bara að koma þessu frá mér …

Meðan ég man. Veit einhver um hvað Laxdæla er? Ég er búin að vera að reyna að lesa en ég man ekkert hvað ég var að lesa um nema það var fullt af nöfnum sem litu öll eins út og ekkert talað um fólkið …