Kannski er ég bara svona undarlegur, en mér finnst að það eigi ekki að drulla yfir skoðanir fólk eins og svo oft og títt er gert hér á huga.is . Það er einföld staðreynd að fólk er mismunandi og það hefur mismunandi skoðanir, sumir eru pro-choice aðrir ekki, sumir hata rapp og sumir elska það. Hvað varð um það að vera ósammála skoðun einhvers annars, án þessa að drulla yfir hann, hvað hann sé léleg manneskja og þar fram eftir götunum. Frekar ætti fólk að segja frá sínu sjónarhorni eða bara segjast vera ósammála honum án þess að fara að leggja upp í persónulegar svívirðingar eða JAFNVEL einelti hér á huga.
Til dæmi með Lecter, frábær greinahöfundur og allt það, en hann var á móti samkynhneigð (að því sem ég veit). Okey, Lecter hafði sína skoðun á þessu, ég er ósammála honum með þetta tiltekna mál og sagðist ósammál og ekkert meir. En sumt fólk fór bara of langt! Það var bara drullað yfir hann, móðgað og persónulegar svívirðingar alveg á fullu. HVAÐ VARÐ UM AÐ FÓLK MÁTTI EIGA SÍNA SKOÐUN Í FRIÐI???
Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum þó ég sé það ekki sjálfur, ég er trúlaus en ég hef ekkert á móti trúuðum, ég er sósialisti en ég lem ekki kapitalista þegar ég sé þá, ég borða kjöt en lít ekki niður á grænmetisætur.
Svona fólk eins og drullararnir eru ástæðan fyrir því að svertingjar voru hataðir í denn, öfgamenn hata alla hina og heimurinn spíralar niður á við.
Leyfiði fólki að tjá sig hérna…