Pfff, fólk, hefur það enga siðferðiskennd?
Maður er búin að eyða alveg slatta pening í þetta tæki og því er stolið! Alveg er þetta óþolandi, maður má ekki lengur líta af hlutunum og…Þeir eru horfnir.
Allavega, þá lagði ég ipodinn minn frá mér í skólanum með símanum og peysunni minni frá mér í 2.mín á meðan ég var að ná í töskuna mína, kem til baka, tek símann og peysuna, og viti menn…
ipodinn horfinn!
Getur fólk virkilega ekki keypt sér hluti sjálf, þarf það virkilega að stela hlutunum manns? Alveg fer þetta í taugarnar á mér, jæja, ætli ég geti ekki sjálfri mér um kennt að hafa litið af honum í skólanum… Í þessu litla bæjarfélagi..
Skrítna fólk.