Á öskudaginn held ég með öskupoka'af stað
að elta menn og konur sem ekki vita'um það.
Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ
lauma á poka, læðist burt og hlæ.
Svo dingla þeir þarna pokarnir, pokarnir, pokarnir
svo dingla þeir þarna pokarnir húllum hæ.



Sögu vil ég segja stutta
sem að ég hef nýskeð frétt.
Reyndar þekkið þið hann Gutta,
það er alveg rétt.
Óþekkur er ætíð anginn sá,
út um bæinn stekkur hann og hoppar til og frá.
Mömmu sinni unir aldrei hjá
eða gegnir pabba sínum. Nei, nei, það er frá.
Allan daginn út um bæinn
eilíf heyrast köll í þeim:
“Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti komdu heim.”

Fæ ég ekki nammi?