Fjölmiðlar á Indlandi eru greinilega ekki að standa sig. Brenna Bandaríska fánann og ljósmyndir af Bush, týpísk afsökun til þess. Bandaríkjamenn eru ekki í truarbragðastríði þó þeir hafi farið inn í Írak. Meira að segja Írösk stjórnvöld telja að uppreisnarmenn hafi framkvæmd árásina.
Þeir ættu að lýta í eigin barm enda voru þetta átök milli ólíkra hópa múslima, en ekki árás annarra. Er orðinn þreyttur á því að það sé alltaf verið að stökkva á þá niðurstöðu að Bandaríkjunum / vesturlöndum sé að kenna þegar eitthvað kemur fyrir. 5000 manns dóu í fyrra í Írak frá átökum, en landið hefur ekki haft svo lága tölu í marga áratugi. Munurinn er hinsvegar sá að í dag eru fjölmiðlar í landinu frjálsir, bæði innlendir og erlendir. Ólíkt því þegar Saddam var að dunda sér við að drepa tugi þúsunda á ári með ritskoðaða fjölmiðla og lítinn áhuga á því erlendis.
Þúsundir reiðra Indverja mótmæltu í Srinagar í dag, höfuðborg indverska hluta Kasmír, sprengjuárásinni sem gerð var á Gullnu moskuna miðvikudaginn síðastliðinn og brenndu margir ljósmyndir af Bandaríkjaforseta og bandaríska fánann.
Mótmælendur voru um 8.000 og komu saman á krikket-velli. Kröfðust þeir að ofbeldisverkum á múslimum yrði hætt. Fleiri mótmæli voru víðar um borgina og grýttu mótmælendur steinum í lögreglu sem svaraði með því að berja þá með kylfum og beita