Jæja, eins og ég hef víst minnst á hér fyrir sirka viku þá var að fara til Boston og nú kominn aftur.
Í fluginu til baka (5 klst.flug um miðja nótt) gat ég ekki sofnað strax þannig að ég fór að hlusta á stand up comedy með Jerry Seinfeld í iPoddanum góða. Það er gaman og allt en það sem var svo pirrandi var það að ég var alltaf af og til að skella upp úr yfir þessu snilldar gríni og reyndi að halda hlátrinum í mér en réð ekki við mig og við það að reyna að halda í mér hlátrinum kom eitthvað hljóð sem ég get varla lýst.
Restina af fluginu tók ég eftir (þann hluta sem ég var vakandi) að fólk sem var að ganga framhjá sætinu mínu var alltaf að líta á mig eins og ég væri terroristi (já,ég segi“terroristi” en ekki “hryðjuverkamaður”). A.m.k. fólkið sem sat nálægt sætinu mínu var alltaf að því.
Og maður sem sat fyrir framan mig leit af og til á milli sætana á mig.
Já, frekar pirrandi.