Jæja, núna eru örugglega margir notendur hér á huga fæddir árið '92 og eru þessvegna flest að fara að ferma sig…þar á meðal ég.
Ég er nýbúin að finna fermingardressið og valdi mér fremur óhefðbundinn klæðnað.
Ég keypti mér grágrænt pils með pallíettum hér og þar og ætla að láta taka ofan af því hjá saumkonu (mér finnst það hallærislega hátt uppi). Svo keypti ég svartan bol sem er mjög erfitt að lýsa og hann er með einhverskonar “blúndumunstri” (get ekki alveg útskýrt það) í hálsmálinu og á tveimur stöðum á ermunum. Svo er ég í rúskinnsstígvélum og með stórt hringjabelti yfir bolinn.
Svo var ég að pæla hverig fötum önnur fermingarbörn á huga ætla að vera í á fermingardaginn?
Kv. Desmondia