Ég hef séð Kárahnjúka áður en verkefnið byrjaði. Mér finnst allt í lagi að þessar ár þarna séu virkjaðar en mér finnst asnalegt að það skildi vera sett í gang verkefni sem átti ekki að stoppa þrátt fyrir skoðanir almennings, það átti að gera þetta verkefni sama hvað. Hver sem er hefði getað sagt að bergið þarna er ekki hentugt til að byggja virkjun á. Ég hef margar aðra ástæður um þetta en ég hefði viljað fara aðra leið að verkefninu alveg í byrjun.
Og já ég geri mér grein fyrir að það var lítið af fólki sem fór þarna en hvað vilja útlendingar sem koma til Íslands ? Jú-, þeir vilja líklegast eitthvað sem þeir geta ekki séð úti, og hvað er hér sem útlendingar sjá ekki annarstaðar? Jú-, nákvæmlega ekki neitt.
Ef einhver hefði verið sniðugur og byggt upp smá túrisma, smala saman fólki og setja í rútu og fara með það til að það geti séð nákvæmlega ekki neitt, bara séð auðn og ekkert annað. Trúðu mér ég hef farið með útlendinga uppá fjöll og á jökla og þetta lið er alveg dáleitt af engu. En það er náttúrulega bara lítil hugmynd. ;)
Annars þá reyni ég að tjá mig sem minnst um Kárahnjúka hér því ég myndi geta misst mig útaf þessari virkjun því sumt við hana er bara fáranlegt og rangt. En já sleppum því að tala um það. :)