Ég er búin að vera að skoða huga.is mikið núna upp á síðkastið eftir ágætis hlé, og það eina sem að ég get sagt er að mikið ofboðslega er ég hneykslaður, hvað varð um það að vera málefnalegur? Þessi síða er bara orðin djók, stjórnendur eiga mikinn part af því þar sem að þeir hafa ekki nennt að sinna “starfi” sínu og samþykkja alla vitleysuna sem að hér er send inn, ég sakna gömlu heitu umræðurnar sem að fólk skiptist á rökum en ekki því hver er bestur að rífa kjaft, ég sakna tímana þegar við kölluðum þessa örfáu sem að voru að rífa kjaft þursa og útilokuðum þá frá huga, hvað gerðist ?
Þar sem að JReykdal er svona “skólastjórinn” hér skora ég á hann um að senda frá sér tilkynningu um breytta hluti á huga þessi fíflagangur er búin að vera við lýði hér allt of lengi og það er komin tími til að stöðva hann, og það gerir JReykdal ekki einn en við getum öll unnið saman að því. Eru ekki einhverjir þarna úti sem að sakna gamla huga?
Kv Einn sem heldur enn í vonina eftir allan þennan tíma :)