Dýrð sé VefTV vísis, að geta horft á þætti sem maður hefur misst af :}
Magnaður þáttur, mjög góður, og bara nauðsynlegur, þetta er að gerast, það þarf að fjalla um þetta, eins og er sagt í blátt áfram auglýsingunni: Þögnin er besta skjól kynferðisglæpamanna.
Ég vil sjá fleiri svona þætti, fá þessi mál upp á yfirborðið, reyna að minnka þetta til muna. Ég man ekki alveg tölurnar um hvað margir væru áreittir undir 18 ára aldri, en þær eru allt of háar.
En,, hvað hindrar þessa veiku menn í að ná fram vilja sínum svona? Þeir fá þörfum sínum fullnægt, fá engar refsingar, allt í góðu fyrir þá.
Mér leið illa þegar saksóknarakonan var að hrósa því að 5 ár fyrir misnotkun á nokkrum drengjum væri langur tími. Ísland er ekki gott land til að búa á ef dómar eru svona lágir hérna. Það þarf að kæra, það þarf að dæma án miskunnar! Stundum óskar maður þess að þessir dómarar kynnist því hvernig það er þegar barnið þeirra er misnotað, ætli þeir myndu þá vera sáttir við að setja bara 1 árs dóm á kvikindið? Nei, ég held ekki.
Reyndar er eitt sem pirrar mig þegar mamma horfir á svona þætti, hún verður svo paronoid, því að ég tala mikið við fólk á netinu. Það er samt ekki sambærilegt, því að ég veit hvaða fólk ég er að tala við, ég veit nákvæmlega hver er á bakvið skjáinn, og hinn aðilinn veit líka alveg hver ég er. Ég hitti oft fólk af netinu, auðvitað varúð fyrst, en þegar ég er fullviss um að þetta sé fólk á mínu reki þá er bara allt í lagi með það.
Mér finnst þetta mjög gott framtak hjá NFS, og ég vona að fleiri þættir sem komki upp um alvarlega glæpi verði sýndir, þetta getur skipt máli í baráttunni gegn níðingunum, sem er bara veikt fólk.
Kv. vansi.