Nú er ég alveg gáttaður.
Um allan heim hafa fjölmiðlar verið að birta þessar múhameð myndir til að standa með Dönum og verja tjáningarfrelsið.
En hvað gerist á lilta Íslandi??? Dv ritstjórarnir eru yfirheyrðir af lögreglu til að kanna hvort að hegningarlög hafa verið brotinn með því að birta myndirnar í Dv… ég meina hvað er að???
Dv hefur margoft farið langt yfir strikið en aldrei hefur ríkislögreglustjóri haft áhuga á að gera mál vegna þessa… hvers vegna núna???
Danski forsætisráðherran neitaði að biðjast afsökunar þar sem yfirvöld geta ekki stjórnað því hvað fjölmiðlar birta, en hér eru yfirvöld að skoða hvað þau geta gert.
Vissulega má deila um nauðsyn þess að birta þessar myndi aftur og aftur.
Málið er að við eigum ekki að setja tjáningarfrelsinu skorður til að þóknast menningarheimum sem skilja ekki vestræn gildi